Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2025 Utanríkisráðuneytið

Aukið samstarf til að efla öryggi neðansjávarinnviða

Ísland, Bandaríkin, Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa ákveðið að hrinda í framkvæmd fjórum tillögum til að auka öryggi neðansjávarinnviða. Í sameiginlegri niðurstöðu ríkjanna eru eftirfarandi atriði dregin fram:  

  • Aukin upplýsingamiðlun í rauntíma milli ríkisstjórna og hagsmunaaðila um ástand og atvik neðansjávar, meðal annars hvað varðar tilkynningar og ábendingar um truflanir á rekstri neðansjávarinnviða. 
  • Aukið samstarf opinberra aðila og einkageirans til að efla viðhaldsgetu viðgerðarflotans, tryggja öryggi aðfangakeðjunnar sem og nauðsynlegar fjárfestingar og fjármögnun þeirra. 
  • Hvetja rekstraraðila, eins og framast er unnt, til að koma á fót gagnagrunni til að safna og deila upplýsingum um galla og/eða skemmdir á sæstrengjum og neðansjávarinnviðum til að lágmarka viðgerðartíma.  
  • Einföldun á inn- og útflutningsleyfum til að hraða fyrir flutningi á nauðsynlegum búnaði. 

Ríkin sem standa að yfirlýsingunni stefna á aukið samstarf á þessu sviði, meðal annars innan vébanda Atlantshafsbandalagsins og með áframhaldandi samráði á vettvangi Bandaríkjanna, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta