Málþing UNESCO um menningar- og listmenntun
Mennta- og barnamálaráðuneytið og menningar- og viðskiptaráðuneytið vekja athygli á málþingi UNESCO um menningar- og listmenntun sem haldið er fimmtudaginn 23. janúar 2025 kl. 13.00-16.00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands og í streymi.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, opna þingið. Aðalfyrirlesari er Ron Davies Alvarez, stjórnandi The Dream Orchestra sem byggir á El Sistema aðferðafræðinni.
Að málþinginu standa auk ráðuneytanna, Íslenska UNESCO-nefndin, List fyrir alla, listkennsludeild Listaháskóla Íslands, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Kennarasamband Íslands.
Fundarstjórar eru Oddur Helgi Ólafsson og Guðmundur Grétar Magnússon.

Uppfært 21.01.25 kl. 9:02