Mikil upplifun á HM í handbolta
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, nýr ráðherra mennta-, barna- og íþróttamála, fylgdist með fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM karla í handbolta. Riðill Íslands fer fram í Zagreb í Króatíu.
Ásthildur fékk góða kynningu á undirbúningi íslenska liðsins fyrir heimsmeistaramótið hjá íþróttastjóra HSÍ fyrir fyrsta leikinn gegn Grænhöfðaeyjum.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gunnlaugur Viggósson íþróttastjóri HSÍ fyrir fyrsta leikinn
„Það var skemmtileg að vera meðal Íslendinga á leiknum og upplifa þá stemningu sem fylgir stórmótum,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. „Það er aðdáunarvert að sjá hvað íslenskt íþróttafólk getur náð langt á hinu alþjóðlega sviði og mikilvægt að búa vel um afreksstarf þannig að það geti hámarkað sinn árangur. Slíkur árangur hvetur til íþróttaiðkunar og metnaðar í leik og starfi, sameinar landsmenn og skemmtir. Áfram Ísland!“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Marin Filipović, ræðismaður Íslands í Króatíu
Ásthildur nýtti einnig tækifærið til þess að hitta ræðismann Íslands í Króatíu sem staðsettur er í Zagreb.