Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2025 Matvælaráðuneytið

Bjargráðasjóður hefur greitt út 80% af styrkjum vegna kaltjóna

Um 225 milljónir króna hafa nú verið greiddar í styrki vegna kaltjóna út til 89 umsækjenda úr Bjargráðasjóði eða því sem nemur 80% af væntanlegum styrk. Um er að ræða kaltjón á Norðurlandi veturinn 2023-2024.

Til sjóðsins bárust 121 gildar umsóknir, þar af reyndust 32 undir lágmarki, þ.e. kal var minna en 25% af heildarflatarmáli ræktarlands og/eða að metið tjón var 500.000 kr. eða lægra.

Eftir er að greiða um tæpar 60 milljónir auk kostnaðar vegna aðkeyptrar vinnu við mat og yfirferð umsókna. Gert er ráð fyrir að fjárveiting stjórnar Bjargráðasjóðs upp á 300 milljónir króna muni þannig nýtast að fullu. Sérstakt 230 milljón króna framlag kemur úr varasjóði fjárlaga og 70 milljónir koma af almennum fjárheimildum Bjargráðasjóðs í fjárlögum.

Tjónamat byggir á kostnaði við endurræktun og kostnaði við fóðuröflunar vegna uppskerubrests.

Við mat á umsóknum er einkum byggt á haustskýrslum úr tölvukerfinu Bústofni þar sem bændur skrá árlega fjölda búfjár og fóðuröflun. Það er mat sjóðsins að upphæð útdeildra styrkja dugi fyrir tæplega 70% af metnum heildarkostnaði vegna kaltjónanna að frádreginni eigin þátttöku umsækjenda sem nemur kr. 500.000.

Áfram er jafnframt unnið að mati á öðru tjóni vegna kuldakasts vorið 2023 samkvæmt fyrirliggjandi tjónaskráningu. Sú vinna hefur tafist þar sem viðeigandi gögn úr skýrsluhaldskerfum hafa ekki borist, áætlað er að gögn berist síðar í janúar. Það verkefni er á hendi matvælaráðuráðuneytisins en ekki Bjargráðasjóðs.





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta