Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á náttúru og sögu, þ.m.t. menningarminjum, í Austur-Skaftafellssýslu fyrir árið 2025.
Úthlutað er úr Kvískerjasjóði annað hvert ár og frá stofnun sjóðsins 2003 hefur hann veitt hátt í 100 verkefnum stuðning. Stjórn sjóðsins hvetur öll sem vinna að verkefnum á sviði náttúruvísinda og menningarmála á umsóknarsvæðinu til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk. og skal sótt um á sérstöku eyðublaði sem finna má á vef sjóðsins kviskerjasjodur.is. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um Kvískerjasjóð og störf hans.
Áætlað er að tilkynna um styrkveitingar fyrir lok mars og verður öllum umsóknum svarað.
Nánari upplýsingar veitir Árni M. Mathiesen formaður sjóðsstjórnar í síma: 892 0841 eða á netfangi: [email protected]
Kvískerjasjóður var stofnaður af umhverfisráðuneytinu árið 2003 til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúru og sögu þ.m.t. menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu með veitingu rannsóknarstyrkja til einstaklinga, félagasamtaka og stofnana.