Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Verðbólgumæling í janúar hagfelldari en búist var við

  • Verðbólga hjaðnaði í 4,6%
  • Lækkun flugfargjalda og reiknaðar húsaleigu var umfram væntingar greiningaraðila

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag greiningu ráðuneytisins á verðbólgumælingu fyrir janúarmánuð, sem Hagstofan birti í gær. Verðbólga í janúar hjaðnaði í 4,6% úr 4,8% í desember, en almennt gerðu greiningaraðilar ekki ráð fyrir hjöðnun verðbólgu milli mánaða. Ýmsir einskiptisþættir vógu enda til hækkunar vísitölu neysluverðs í janúar.

Mælingin í janúar var hagfelld í sögulegu samhengi janúarmælinga. Þrátt fyrir það var hjöðnun verðbólgu að nokkru leyti drifin af þáttum sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að endurtaki sig, annars vegar lækkun flugfargjalda umfram væntingar greiningaraðila og hins vegar óvæntri lækkun reiknaðrar húsaleigu. Þrátt fyrir að það séu ótvírætt jákvæð teikn um að verðþrýstingur á húsnæðismarkaði hafi hjaðnað er ekki hægt að gera ráð fyrir því að mælingar á reiknaðri húsaleigu verði áfram jafn hagstæðar eins og nú í janúar.

Áfram er nauðsynlegt að gæta aðhalds í hagstjórn svo að verðbólga hjaðni áfram að 2,5% verðbólgumarkmiðinu enda berast vísbendingar, s.s. um kortaveltu og úr væntingakönnunum, um að þróttur sé í efnahagslífinu. Verðbólga og aðrar hagtölur undanfarna mánuði gefa ekki tilefni til annars en að fylgja þeirri staðfestu sem birtist í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, um að ná tökum á fjármálum ríkisins og stöðva hallarekstur.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta