Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara
Hinn 15. nóvember 2024 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laus til umsóknar tvö embætti héraðsdómara. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar setningu í embætti dómara með starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögnum sínum til dómsmálaráðherra og er það mat nefndarinnar að Jónas Þór Guðmundsson sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness og Brynjar Níelsson lögmaður sé hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Umsögn dómnefndar 27.01.2025_Skipun við Héraðsdóm Reykjaness.pdf
Umsögn dómnefndar 27.01.2025_Setning við Héraðsdóm Reykjavíkur.pdf