Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kallað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2025

Norðurlandaráð auglýsir eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2025 og er þema verðlaunanna í ár þáttur borgarasamfélagsins í umhverfismálum – verkefni sem virkja almenning í grænum umskiptum.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrirtæki eða samtökum á  Norðurlöndum, sem hafa samþætt náttúru- og umhverfisvitund starfi sínu, eða einstaklingi sem hefur unnið mikilsvert starf í þágu náttúru og umhverfis.

Með þemanu vill dómnefndin vekja athygli á nauðsyn þess að allir taki þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, leggi sitt af mörkum í grænum umskiptum og taki nauðsynleg skref til að verja, viðhalda og endurheimta vistkerfi. 

Allir geta sent inn tilnefningar, en frestur til að skila þeim er til 30. apríl næstkomandi. Hægt er að tilnefna norræna einstaklinga, fyrirtæki eða samtök sem starfa á Norðurlöndum eða eru í samstarfi við aðila utan Norðurlanda. Verkefnin þurfa jafnframt að hafa tengingu við Norðurlönd.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs vekja athygli á og styðja við áhrifaríkt framtak umhverfinu til góða. Verðlaunaféð er 300.000 danskar krónur.

Hægt er að senda inn tillögur um verðlaunahafa með því að fylla út þar til gert eyðublað.

Sendið inn tillögur að tilnefningum til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2025

Frétt Norðurlandaráðs þar sem óskað er eftir tilnefningum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta