Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2025 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Drög að aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi

Drög að aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin tekur til áranna 2025 til 2030. Í henni eru lagðar til 26 aðgerðir sem snúa að öllum stigum sjálfsvígsforvarna; forvörnum, íhlutunum og stuðningi eftir sjálfsvíg. Sjálfsvíg eru alvarlegur lýðheilsuvandi sem hefur víðtækar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Árangursrík aðgerðaáætlun er því mikilvæg til að stuðla að bættri heilsu landsmanna.

Starfshópur skipaður af heilbrigðisráðherra vann aðgerðaáætlunina og studdist m.a. við leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, klínískar leiðbeiningar og árangursrík áhersluatriði í sjálfsvígsforvörnum á alþjóðavísu. Áætlunin er ætlað að styðja við aðrar núgildandi stefnur og áætlanir á sviði geðheilbrigðis, lýðheilsu og áfengis- og vímuvarna.

Umsagnarfrestur er til 4. mars næstkomandi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta