Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2025 Heilbrigðisráðuneytið

Breyting á reglugerð um iðgjald vegna sjúklingatryggingar

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um iðgjald vegna sjúklingatryggingar. Breytingin felur í sér víðtækari skilgreiningu á starfssambandi rekstraraðila við starfsfólk og þar með hvenær heilbrigðisstarfsmaður telst starfsmaður tiltekinnar starfseiningar eða sjálfstætt starfandi. Þetta gerir kleift að fella fleiri en einungis launþega undir sjúklingatryggingu rekstraraðila.

Við mat á því hvort heilbrigðisstarfsmaður starfi sjálfstætt í skilningi laga um sjúklingatryggingu eða sem hluti af starfsliði rekstraraðila skal horfa til þess hvort heilbrigðisstarfsmaður starfi undir stjórn eða á ábyrgð annars heilbrigðisstarfsmanns eða í svo mikilli teymisvinnu með öðrum starfsmönnum að líta eigi á hann sem starfsmann starfsheildar, þ.e. heilsugæslustöðva, heilbrigðisstofnana eða sambærilegrar starfsemi. Verði breytingar á mönnun starfsemi með þeim hætti að starfsmönnum hjá rekstraraðila fjölgar eða fækkar skal tilkynna sjúkratryggingastofnuninni um slíkar breytingar án tafar svo krafa um iðgjald byggist á réttum upplýsingum hverju sinni.

Reglugerðin hefur verið birt í Stjórnartíðindum og þegar tekið gildi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta