Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2025 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur við Skáksamband Íslands 2025–2027

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, undirrita þriggja ára samning í mennta- og barnamálaráðuneytinu - mynd

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í dag samning til þriggja ára við Skáksamband Íslands. Markmið samningsins er að efla starfsemi Skáksambands Íslands og skákiðkun með fjölgun iðkenda í skák.

Ný lög um skák voru samþykkt á Alþingi 22. júní 2024. Í lögunum er gert ráð fyrir fjárframlögum ríkisins til skákmála í gegnum nýjan afrekssjóðs í skák og stuðning til skákhreyfingarinnar. Með samningnum skuldbindur Skáksamband Ísland sig til að gefa sem flestum kost á að iðka skák, stuðla að heilbrigðum lífsháttum og vinna að fræðslu og forvarnarmálum.

Forvarnaráhrif íþrótta- og æskulýðsstarfs eru ótvíræð og horfa stjórnvöld m.a. til þess að virkja börn, ungmenni og foreldra með samningnum. Hann tryggir áframhaldandi starfsemi Skáksambands Íslands til næstu þriggja ára og gerir sambandinu kleift að skipuleggja mótahald í skák á Íslandi og þátttöku Íslands í alþjóðlegum mótum landsliða.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta