Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2025 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum á sviði barnamenningar

Hlutverk List fyrir alla er að styðja við verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. - mynd

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025 – 2026 er 16. mars 2025.

List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum menningar - og viðskiptaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er. Listverkefnin skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og af metnaði.

Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla.  Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf.
Ákvörðun um úthlutun liggur fyrir í maí 2025. Nánari upplýsingar um greiðslur og fyrirkomulag má fá hjá verkefnastjóra List fyrir alla, [email protected]

Sjá umsókn hér. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta