Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tillögum að endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum ​

Endurskoðun á fyrirkomulagi eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum er nú til umfjöllunar í Samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til að skila inn umsögnum til 20febrúar nk.

Stýrihópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og matvælaráðuneytis með þátttöku fulltrúa frá innviðaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða og Samtaka atvinnulífsins óskar eftir tillögum/ábendingum frá atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.

Ísland þarf að tryggja að eftirlitskerfið er varðar ofangreinda þætti sé samræmt, skilvirkt og uppfylli þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist á grundvelli EES-samningsins og þeirrar löggjafar sem tekin hefur verið upp á grundvelli samningsins.

Í ágúst 2023 skilaði starfshópur, sem ráðherra skipaði um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum af sér skýrslu þar sem lagðar voru til breytingar á fyrirkomulagi núverandi eftirlits. Stýrihópnum sem nú hefur verið skipaður, er falið að rýna tillögur og ólíkar sviðsmyndir starfshópsins og koma með tillögu að þeirra sviðsmynd sem sé best til þess fallin að tryggja skilvirka framkvæmd eftirlits og einföldun á kerfinu.

Þá á hópurinn að leggja drög að innleiðingu á miðlægu umsýslukerfi, en forsendur þeirra breytinga sem nú eru til skoðunar eiga það sameiginlegt að tekið verði upp samræmt upplýsingakerfi fyrir skráningar og skýrsluhald fyrir eftirlit með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum, sem öll eftirlitsstjórnvöld noti í sinni starfsemi.

Óskað er eftir tillögum og ábendingum sem skal skilað í Samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til þess til 20. febrúar næstkomandi.

Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta