Uppgjör fjárfestingastuðnings 2024 í nautgriparækt og sauðfjárrækt
Matvælaráðuneytið hefur greitt út lokagreiðslu fjárfestingastuðnings í sauðfjár- og nautgriparækt vegna framkvæmda á árinu 2024.
Á árinu 2024 var greiddur út fjárfestingastuðningur samtals að fjárhæð 266 millj. kr. vegna 126 framkvæmda hjá nautgripabændum. Raunkostnaður framkvæmda að baki þeim úthlutunum er rúmlega 3,1 milljarður króna.
Á árinu var stuðningur samtals að fjárhæð 238 millj kr. greiddur vegna 124 framkvæmda sauðfjárbænda. Samanlagður kostnaður þeirra framkvæmda nemur um 1,3 milljörðum króna.
Markmið með fjárfestingastuðningi er að stuðla að bættum aðbúnaði búfjár og hagkvæmari búskaparháttum.