Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Breyting á reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum í samráðsgátt

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á 14. gr. reglugerðar um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum, nr. 590/2018. Breytingunni er ætlað að einfalda framkvæmd við beitingu stjórnvaldssekta vegna brota á reglum um leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, sbr. reglugerð um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti, nr. 124/2015. Þannig verður t.d. ekki lengur þörf á að afla afrits vörureiknings vegna eldsneytisins, sem hefur reynst óskilvirkt í framkvæmd.

Markmið reglna um leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti, sem á sér stoð í efnalögum, er að minnka losun brennisteinsdíoxíðs sem verður til við brennslu skipaeldsneytis og minnka þannig skaðleg áhrif slíkrar losunar á menn og umhverfi.

Í reglugerðardrögunum er lagt til að sekt vegna brota á reglum um leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti nemi 5.000.000 kr. fyrir hvert brot og 2.500.000 kr. til viðbótar þegar brennisteinsinnihald eldsneytis fer umfram tvöfalt leyfilegt hámark, en 5.000.000 kr. til viðbótar þegar brennisteinsinnihald eldsneytis fer umfram þrefalt leyfilegt hámark. Þá verði heimilt í ákveðnum tilvikum að tvöfalda sektarfjárhæðina.

Athygli er vakin á því að frestur til að senda umsögn í Samráðsgátt er til 12. mars nk.

Breyting á reglugerð um stjórnvaldssektir fyrir brot á efnalögum


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta