Framhaldsskólar – breytingar til umsagnar
Frumvarp um breytingu á lögum um framhaldsskóla hefur verið lagt til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar miða meðal annars að reglum um innritun í framhaldsskóla og því að taka betur á kynferðislegu ofbeldi innan skólana.
Frumvarpið felur m.a. í sér að skýra betur
- skyldur nemenda í framhaldsskólum og viðbrögð skóla við brotum nemenda,
- inntökuskilyrði þar sem tekið er tillit til fleiri þátta en námsárangurs,
- viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi með skyldubundnum viðbragðsáætlunum,
- umgjörð um samstarf milli framhaldsskóla,
- umgjörð um viðurkenningar einkaskóla á framhaldsskólastigi,
- ferli námsbrautarlýsinga með einföldun og yfirsýn ráðherra að leiðarljósi,
- ábyrgð framhaldsskóla á að nemandi komist í vinnustaðanám,
- ábyrgð á að halda skrá yfir fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði til vinnustaðanáms, ásamt viðbrögðum þegar vinnustaður uppfyllir ekki skilyrðin.
Nánar með fræðast um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur í Samráðsgátt er til 5. mars nk..