Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2025 Utanríkisráðuneytið

Náið og traust samband Íslands og Færeyja til umræðu á fundi utanríkisráðherra þjóðanna

Høgni Hoydal, utanríkisráðherra Færeyja, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. - mynd

Sameiginleg tækifæri, viðskipti og náið og traust vinasamband Íslands og Færeyja var til umræðu á hádegisverðarfundi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Høgna Hoydal, utanríkisráðherra Færeyja, sem fram fór í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í dag. 

Þar kynnti Þorgerður Katrín færeyska starfsbróður sínum helstu stefnumál ríkisstjórnarinnar sem og áherslumál Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Þá voru viðsjárverðir tímar í alþjóðamálum til umræðu á fundi ráðherranna, og þá sérstaklega með tilliti til stöðu fámennra ríkja á borð við Ísland og Færeyjar á þeim ólgutímum sem uppi eru.  

„Á tímum sem þessum er aldrei mikilvægara að eiga góða bandamenn og það eru Færeyingar okkur svo sannarlega. Þau eru okkar nánustu nágrannar, við deilum sameiginlegum hagsmunum vegna hnattlegunnar og þá byggir vinátta og tengsl þjóðanna á bjargföstum grunni, meðal annars vegna sameiginlegs menningararfs og sögu,“ segir Þorgerður Katrín. 

Framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Færeyja, sem tók gildi árið 2006, var sömuleiðis til umræðu á fundi ráðherranna, auk sameiginlegra hagsmuna landanna í fiskveiðimálum. Hoyvíkursamningurinn svokallaði er víðtækasti fríverslunarsamningur sem þjóðirnar hafa undirritað og leggur grunn að góðu viðskiptasambandi Íslands og Færeyja sem hefur vaxið jafnt og þétt.   

Í heimsókn sinni til landsins heimsótti færeyski utanríkisráðherrann sömuleiðis varnarsvæðið í Keflavík.  

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta