Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2025 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Úthlutunarboð Safnaráðs fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 14. febrúar við hátíðlega athöfn. Logi Einarsson menningar,- háskóla og nýsköpunarráðherra ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum úr safnasjóði. Úthlutunarboð Safnaráðs fór fram í beinu framhaldi af ársfundi höfuðsafnanna þriggja; Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands, sem haldinn var í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins sama dag.

Styrkir til eins árs voru 114 talsins til 47 styrkþega og öndvegisstyrkir 2025 – 2027 til viðurkenndra safna voru átta að þessu sinni. Úthlutanir fyrir árin 2026 og 2027 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs. Hægt er að sjá nánari sundurliðun á styrkhöfum hér.

Hlutverk og tilgangur safnasjóðs er að efla starfsemi safna með styrkjum. Viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins geta sótt um rekstrarstyrki til að efla starfsemi sína og öll viðurkennd söfn geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna. Önnur söfn, safnvísar, setur og sýningar geta notið styrks úr safnasjóði til skilgreindra verkefna í samstarfi við viðurkennd söfn.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta