Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2025 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fyrir okkur öll: Vitundarvakning um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks

Djamm fyrir okkur öll. Draumastarfið fyrir okkur öll. Heimili fyrir okkur öll. Prófstress fyrir okkur öll! Þetta er meðal slagorða í vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks sem hefst í dag og ber yfirskriftina Fyrir okkur öll

Vitundarvakningin er ein af aðgerðum í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi í fyrra og inniheldur 60 aðgerðir sem snúa að mismunandi sviðum mannlífsins. Landsáætlunin er liður í innleiðingu og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú er fram undan.  

„Við verðum að auka sýnileika fatlaðs fólks. Lyfta upp veruleika þess og sömuleiðis ómetanlegu framlagi þess til samfélagsins. Vitundarvakningunni er ætlað að gera einmitt þetta og undirstrika um leið réttindi okkar fatlaðs fólks. Samfélagið verður svo miklu betra fyrir okkur öll ef réttindi allra eru virt,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.

„Vitundarvakningin var unnin í breiðu samráði við fatlað fólk, hagsmunasamtök fatlaðs fólks og fjölmarga aðila. Við höfum sterka og góða tilfinningu fyrir átakinu. Þarna eru mikilvæg skilaboð sem við vonum að sem flestir landsmenn kynni sér.“ 

Ertu að vinna hérna?

Á vefnum fyrirokkuröll.is má meðal annars finna reynslusögur sem byggðar eru á veruleika fatlaðs fólks á Íslandi: 

Vísindaferð fyrir okkur öll

Á samfélagsmiðlum og víðar er síðan að finna fjölbreytt skilaboð sem minna okkur á að samfélagið á að vera fyrir okkur öll: 

 

 

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta