20 verkefni fengu styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
20 verkefni hafa hlotið styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2024.
Óskað var eftir umsóknum um verkefni sem ná til:
- Vinnu gegn fordómum, haturstjáningu, ofbeldi og margþættri mismunun.
- Virkar notkunar tungumáls í gegnum félagslega viðburði til stuðnings við hefðbundið tungumálanám. Áhersla er lögð á verkefni fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri og fyrir fullorðið fólk.
- Þátttöku innflytjenda og innlendra á jafningjagrunni, m.a. með því að stuðla að virkri lýðræðisþátttöku jafnt í félagasamtökum sem og stjórnmálum.
Í auglýsingu vegna styrkumsókna voru félags- og hagsmunasamtök innflytjenda sérstaklega hvött til þess að sækja um. Unnt var að sækja um jafnt á íslensku sem ensku.
Alls voru veittir styrkir fyrir rúma 51 milljón króna og hluti eftirfarandi styrk:
Nafn verkefnis | Styrkþegi | Upphæð styrks |
Afbrot og stimplun ungmenna af erlendum
uppruna: Rannsókn á samskörun / Crime and labeling of immigrant youth:
Research on intersectionality. |
Jón Gunnar Bernburg | 1.080.000 kr |
Þetta er samfélagið okkar. |
Austurbrú ses | 2.800.000 kr |
Norrænt samstarf um tungumálaþjálfun. |
Rauði krossinn á Íslandi | 3.000.000 kr |
Inngilding á vinnumarkaði, inngilding á
vinnustað – áskoranir og árangur. |
Mirra
fræðslu og rannsóknarsetur - Hallfríður Þórarinsdóttir |
5.000.000 kr |
The Lived experience of skilled Middle
Eastern refugees on labor market integration in Iceland: A phenomenological
study. |
Ragheb A J Besaiso | 5.000.000 kr |
Mat á áhrifum verkefnisins Tungumálamentorar
í fyrirtækjum. |
Mímir - símenntun | 2.000.000 kr |
Hvað hjálpar innflytjanda? Hagnýt rannsókn
byggð á reynslu innflytjenda í Norðurþingi. |
Þekkingarnet Þingeyinga | 5.000.000 kr |
Íslenskuþorp fyrir foreldra barna með ólíkan
tungumála og menningarbakgrunn. |
Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir | 1.900.000 kr |
Ungir leiðtogar. |
Antirasistarnir | 2.500.000 kr |
Byggjum brýr. |
Kvennaskólinn í Reykjavík | 1.000.000 kr |
Reynsla og upplifun ungs fólks á Íslandi af
einelti sem einkennist af kynþátta- og menningarfordómum. |
Sema Erla Serdaroglu | 2.000.000 kr |
Milli Tveggja Heima. |
Nicola van Kuilenburg | 225.000 kr |
Hold it Together. |
Compass ehf. | 4.000.000 kr |
Lesum Saman. |
Pappírsbátur | 1.975.000 kr |
Spjalló - samvera og samvinna á bókasafninu. |
Borgarbókasafn Reykjavíkur | 1.400.000 kr |
Mállíðan: Vellíðunar stuðningshópur fyrir
konur að læra íslenskt mál. |
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi | 3.000.000 kr |
Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda í
aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2026. |
Magnea Marinósdóttir | 5.000.000 kr |
The Olive Tree Program: Building Resilience
in Arabic-Speaking Immigrants and Asylum Seekers through Focusing Training. |
Sigríður Þorgeirsdóttir | 2.500.000 kr |
Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum
uppruna á Íslandi. |
Hennar rödd | 1.700.000 kr |
“Facets of Identity” multimedia project. |
Alina Kapatsyna | 500.000 kr |