Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2025 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

20 verkefni fengu styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála

20 verkefni hafa hlotið styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2024.

Óskað var eftir umsóknum um verkefni sem ná til:

  • Vinnu gegn fordómum, haturstjáningu, ofbeldi og margþættri mismunun.
  • Virkar notkunar tungumáls í gegnum félagslega viðburði til stuðnings við hefðbundið tungumálanám. Áhersla er lögð á verkefni fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri og fyrir fullorðið fólk.
  • Þátttöku innflytjenda og innlendra á jafningjagrunni, m.a. með því að stuðla að virkri lýðræðisþátttöku jafnt í félagasamtökum sem og stjórnmálum.

Í auglýsingu vegna styrkumsókna voru félags- og hagsmunasamtök innflytjenda sérstaklega hvött til þess að sækja um. Unnt var að sækja um jafnt á íslensku sem ensku. 

Alls voru veittir styrkir fyrir rúma 51 milljón króna og hluti eftirfarandi styrk: 

 

Nafn verkefnis Styrkþegi Upphæð styrks

Afbrot og stimplun ungmenna af erlendum uppruna: Rannsókn á samskörun / Crime and labeling of immigrant youth: Research on intersectionality.
Rannsókn á hvernig stimplun hefur áhrif á upplifun fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda af réttarkerfinu. 

Jón Gunnar Bernburg 1.080.000 kr

Þetta er samfélagið okkar.
Verkefni sem miðar að því að koma á formlegum samráðsvettvangi við innflytjendur á Austurlandi þvert á sveitarfélög með það að markmiði að auka þátttöku þeirra í samfélaginu og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. 

Austurbrú ses 2.800.000 kr

Norrænt samstarf um tungumálaþjálfun.
Verkefni sem snýr að því að þróa frekar stuðning við virka notkun íslensku í samskiptum við innflytjendur. Verkefnið mun nýta reynslu annarra Norðurlanda og sem komin eru lengra í sambærilegum verkefnum.

Rauði krossinn á Íslandi 3.000.000 kr

Inngilding á vinnumarkaði, inngilding á vinnustað – áskoranir og árangur.
Samanburðarrannsókn á stöðu innlendra- og innflytjendakvenna í störfum á hjúkrunarheimilum og matvöruverslunum, þar sem samanburður er einnig gerður á stöðunni milli tveggja ólíkra sveitarfélaga.

Mirra fræðslu og rannsóknarsetur - Hallfríður
Þórarinsdóttir
5.000.000 kr

The Lived experience of skilled Middle Eastern refugees on labor market integration in Iceland: A phenomenological study.
Doktorsrannsókn sem skoðar upplifun menntaðs flóttafólks frá Mið-Austurlöndum af atvinnuþátttöku og mismunun á  vinnumarkaði hér á landi. Markmið rannsóknarinnar er að skilja betur tækifæri til inngildingar í nýtt samfélag út frá möguleikum til þátttöku á vinnumarkaði.

Ragheb A J Besaiso 5.000.000 kr

Mat á áhrifum verkefnisins Tungumálamentorar í fyrirtækjum.
Verkefnið snýr að því að rannsaka áhrif tungumálamentoraverkefnis á vinnustöðum. Tungumálamentoraverkefnið er nýjung á sviði framhaldsfræðslu sem býður upp á fyrstu námskrána sem stuðlar að inngildingu innflytjenda í atvinnulífið.

Mímir - símenntun 2.000.000 kr

Hvað hjálpar innflytjanda? Hagnýt rannsókn byggð á reynslu innflytjenda í Norðurþingi.
Rannsóknarverkefni sem snýr að lýðræði og þátttöku þar sem borin verða saman ólík svæði og reynsla af þjónustu við innflytjendur. Afurð verkefnisins á að geta nýtist öllum sveitarfélögum. 

Þekkingarnet Þingeyinga 5.000.000 kr

Íslenskuþorp fyrir foreldra barna með ólíkan tungumála og menningarbakgrunn.
Verkefni sem ætlað er til að stuðla að notkun íslensku í samskiptum foreldra sem ekki eiga íslensku að móðurmáli við leikskóla barna sinna. 

Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir 1.900.000 kr

Ungir leiðtogar.
Verkefni sem miðar að því að lyfta röddum ungmenna ef erlendum uppruna á aldrinum 13-16 ára þegar kemur að áætlanagerð og stefnumótun sveitarfélaga. Með fræðslu og ýmsum verkefnum verður unnið að valdeflingu og ungmennunum veitt tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri við Reykjavíkurborg.

Antirasistarnir 2.500.000 kr

Byggjum brýr.
Fræðsla um fjölmenningu, samskipti og inngildingu sem tekur á ýmsu sem hefur verið að gerast í hópi ungmenna að undanförnu. Þátttakendur í verkefninu eru Kvennaskólinn í Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Mosfellsbæ.

Kvennaskólinn í Reykjavík 1.000.000 kr

Reynsla og upplifun ungs fólks á Íslandi af einelti sem einkennist af kynþátta- og menningarfordómum.
Eigindleg viðtalsrannsókn sem byggir á samtölum við ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára sem hefur reynslu og upplifun af einelti sem byggir á kynþátta- og menningarfordómum. Markmiðið er að bera kennsl á birtingarmyndir, tíðni og mögulegar afleiðingar eineltis sem byggir á kynþáttahyggju, skapa þannig þekkingu svo hægt sé að þróa forvarnir og inngrip í slíkt einelti á vettvangi skóla- og frítímastarfi í þeim tilgangi að sporna gegn því.

Sema Erla Serdaroglu 2.000.000 kr

Milli Tveggja Heima.
Margmiðlunarsýning um fjölbreytileika samfélagsins með fókus á sögur 6 ungmenna frá Húsavík og nágrenni. Verkefninu er ætlað til að vekja fólk til umhugsunar og vinnur gegn fordómum og neikvæðri umræðu.

Nicola van Kuilenburg 225.000 kr

Hold it Together.
Hreyfimynd sem fjallar um hvernig það er að vera að heiman og takast á við áskoranir í nýju landi m.a. hvað varðar að læra og nota nýtt tungumál og áhrif þess á sjálfsmyndina.

Compass ehf. 4.000.000 kr

Lesum Saman.
Verkefni sem er hannað til að stuðla að félagslegri og mállegri samþættingu innflytjendafjölskyldna á Íslandi í gegnum sameiginlegan lestur og fræðslustarf. Verkefnið leggur áherslu á notkun íslenskunnar í félagslegu samhengi með sérstakri áherslu á ungmenni 16 ára og eldri og fullorðna.

Pappírsbátur 1.975.000 kr

Spjalló - samvera og samvinna á bókasafninu.
Tungumálaverkefni fyrir framhaldskólanema þar sem jafningjar, innlendir og innflytjendur, vinna saman undir handleiðslu kennara.

Borgarbókasafn Reykjavíkur 1.400.000 kr

Mállíðan: Vellíðunar stuðningshópur fyrir konur að læra íslenskt mál.
Verkefni sem valdeflir konur í að nota og skilja íslensku í tengslum við öryggi kvenna og heilbrigði. Verkefnið tekur sérstaklega á kvíða sem tengist því að læra nýtt tungumál.

Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 3.000.000 kr

Lýðræðisleg þátttaka innflytjenda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2026.
Verkefnið snýr að því að auka lýðræðisþátttöku fólks á sveitarstjórnarstigi m.a. með því að skapa tengingar á milli sveitarfélagsins og íbúa úr röðum innflytjenda.

Magnea Marinósdóttir 5.000.000 kr

The Olive Tree Program: Building Resilience in Arabic-Speaking Immigrants and Asylum Seekers through Focusing Training.
Verkefni sem miðar að því að hjálpa fólki frá stríðshrjáðum svæðum að takast á við andlegar áskoranir og vera virkari í því samfélagi sem þau búa í.

Sigríður Þorgeirsdóttir 2.500.000 kr

Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Vitundavakning í tengslum við bókina Hennar rödd sem ætlað er að auka umræðu um þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna á Íslandi standa frammi fyrir vegna þeirrar margþættu mismununar sem þær mæta vegna bæði uppruna og kyns.

Hennar rödd 1.700.000 kr

“Facets of Identity” multimedia project.
Margmiðlunarverkefni þar sem ljósmyndir og myndbönd eru nýtt til að sýna fjölbreytileikann á bak við sjálfsmynd einstaklinga. Verkefninu er ætlað að brjóta niður staðalmyndir og sýna hversu flókið samspil sjálfsmyndin okkar er og að hún sé samsett úr margþættum menningarlegum, faglegum og félagslegum hlutverkum.

Alina Kapatsyna 500.000 kr

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta