Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Beiðni um úttekt á framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna framlaga til stjórnmálaflokka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna.

Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga hefur ríkisendurskoðandi m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með að fjárheimildum ríkisins sé ráðstafað á hagkvæman og réttmætan hátt og í samræmi við forsendur og ákvarðanir Alþingis. Lögin kveða á um að ríkisendurskoðandi ákveði sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögunum og það er því undir embættinu komið hvort það verði við ósk ráðuneytisins.

Ráðuneytið hefur uppfært fréttatilkynningu sem birt var 7. febrúar síðastliðinn eftir að erindi barst frá Skattinum um að upplýsingar sem embættið lét ráðuneytinu í té hafi verið ónákvæmar þegar tilgreint var hvenær stjórnmálaflokkar hefðu skráð sig á stjórnmálasamtakaskrá. Fram kemur að þær dagsetningar sem Skatturinn lét ráðuneytinu í té voru mótttökudagsetningar skráningar. Uppfærða töflu frá Skattinum er að finna í fyrri tilkynningu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta