Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2025 Utanríkisráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Ísland og Georgía undirrita loftferðasamning

Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Givi Davitashvili, flugmálastjóri Georgíu, handsala samninginn - mynd

Loftferðasamningur milli Íslands og Georgíu var undirritaður í Reykjavík í dag. Þetta er fyrsti loftferðasamningur þjóðanna en undirbúningur að gerð samningsins hófst árið 2018. Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Givi Davitashvili, flugmálastjóri Georgíu, undirrituðu samninginn.

Samningurinn veitir víðtæk réttindi og tekur til áætlunarflugs og leiguflugs milli ríkjanna án takmarkana á fjölda fluga eða áfangastaða, bæði fyrir farþegaflug og farmflutninga.

Loftferðasamningar eru mikilvægir viðskiptasamningar sem tryggja flutninga til og frá Íslandi auk þess að greiða aðgang íslenskra flugrekenda að alþjóðamörkuðum.

Samningateymi Íslands skipuðu Pétur Thorsteinsson, utanríkisráðuneyti, Vala Hrönn Viggósdóttir, innviðaráðuneyti, og Kristín Helga Markúsdóttir, Samgöngustofu.

Hér má nálgast yfirlit yfir loftferðasamninga Íslands við önnur ríki.

  • Samningurinn undirritaður. - mynd
  • Ísland og Georgía undirrita loftferðasamning - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta