Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Þekking náttúrufræðistofnunar lykilmál

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fékk kynningu á ýmsum gripum Náttúrufræðistofnunar í heimsókn sinni. - mynd

Sérstaða íslenskrar náttúru og vistkerfa er ótvíræð og mikilvægi Náttúrufræðistofnunar verður ekki dregið í efa, sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í heimsókn sinni í stofnunina í vikunni.

Í heimsókn sinni fékk ráðherra kynningu á nýrri séríslenskri plöntutegund, tunguskollakambi ((Struthiopteris fallax), sem vex hvergi nema við Deildartunguhver, en tegundin uppgötvaðist vegna söfnunar Náttúrufræðistofnunar. Þá var greint frá uppgötvun elstu lifandi plöntu á Íslands, 465 ára gamals einis sem vex í nágrenni við Þeistareyki og fannst fyrir tilstilli stofnunarinnar.

Ráðherra átti góð samtöl við forstjóra og stjórnendur stofnunarinnar um helstu verkefni hennar og svaraði spurningum starfsmanna um áherslur stjórnvalda í náttúruverndarmálum.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í heimsókn i Náttúrufræðistofnun.

Ráðherra ásamt Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Náttúrufræðistofnunar.

„Náttúruvernd og líffræðileg fjölbreytni eru gríðarlega mikilvægir málaflokkar, sér í lagi á tímum loftslagsbreytinga. Við þurfum að stíga stærri skref í þeim efnum, enda sérstaða íslenskrar náttúru og vistkerfa ótvíræð. Þar skiptir Náttúrufræðistofnun og þekkingin sem við búum að þar lykilmáli.” segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Í Náttúrufræðistofnun er geymdur fjöldi einstakra sýna, m.a. steindir sem hafa verið uppgötvaðar hér á landi, til að mynda Kristjánít - steind sem nefnd er eftir starfsmanni stofnunarinnar, Kristjáni, sem safnaði sýninu við erfiðar aðstæður eða 670 gráðu hita.

Kristján með Kristjánítið sem hann safnaði við  670 gráðu hita.

Kristján með Kristjánítið sem hann safnaði við 670 gráðu hita.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta