Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2025 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin fundaði með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum

Ríkisstjórnin ásamt bæjarstjórn Grindavíkur. - mynd

Ríkisstjórnarfundur var haldinn í Reykjanesbæ í dag. Ríkisstjórnin fundaði einnig með fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum og heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Á fundi ríkisstjórnarinnar með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Sveitarfélagsins Voga og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var meðal annars rætt um skólamál og málefni barna með fjölþættan vanda, málefni Grindavíkur, uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárhagsstöðu sveitarfélaga.

Ríkisstjórnin með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga.

Ríkisstjórnin fundaði einnig með bæjarstjórn Grindavíkur. Þar var meðal annars rætt um vinnu við gerð sviðsmynda um framtíð Grindavíkur, fyrirhugaða viðhorfskönnun meðal þeirra sem bjuggu í bænum við upphaf hamfaranna og stöðu þeirra úrræða sem hafa verið í boði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Loks heimsótti ríkisstjórnin öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og fékk þar leiðsögn og kynningu á starfseminni sem þar fer fram á vegum Landhelgisgæslunnar, varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Atlantshafsbandalagsins.

Frá heimsókn ríkisstjórnarinnar á öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Fleiri myndir frá fundum ríkisstjórnarinnar og heimsókn á öryggissvæðið

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta