Hoppa yfir valmynd
6. mars 2025 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ísland.is með sjö tilnefningar til SVEF

Verkefni á vegum Stafræns Íslands fá sjö tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna 2025.
Þar á meðal er Ísland.is appið tilnefnt í flokknum app ársins, Ísland.is í tveimur flokkum og stafrænt pósthólf í tveimur flokkum.

Aðsókn að bæði Ísland.is vefnum og Ísland.is appinu hefur stóraukist. Árið 2024 fékk Ísland.is hátt í 28 milljón heimsóknir og þeim sem flytja efni sitt á vefinn fjölgar stöðugt. 52 stofnanir og opinber verkefni eru nú hluti af Ísland.is.. Þá hafa um 200 þúsund sótt Ísland.is appið.

Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að Ísland verði í fremstu röð í opinberri, stafrænni þjónustu og sýna kannanir að vinnunni miðar vel áfram. Stafræn þjónusta er þegar farin að einfalda líf fólks ogspara tíma á sama tíma og þjónustan batnar.

Tilnefningarnar eru:

  • Ísland.is appið í flokknum app ársins
  • Ísland.is í flokknum opinber vefur ársins
  • Ísland.is í flokknum efnis- og fréttaveita ársins
  • Stafrænt pósthólf í flokknum opinber vefur ársins
  • Stafrænt pósthólf í flokknum tækninýting ársins
  • Fyrir Grindavík sem samfélagsvefur ársins
  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof sem stafæn lausn ársins

Sjötíu vefir, eða stafrænar lausnir, í 14 flokkum eru tilnefnd í ár. Fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vef- og tækniiðnaðurinn á Íslandi kemur að. Verðlaunin verða veitt í 24. skipti föstudaginn 21. mars í Grósku en þar verða þau verkefni og einstaklingar sem skarað hafa fram úr á liðnu ári verðlaunuð.

Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi en það er SVEF sem stendur fyrir verðlaununum.

Nánari upplýsingar um SVEF og íslensku vefverðlaunin er að finna á vefsíðu SVEF.

Nánari upplýsingar um tilnefningarnar má finna á visir.is.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta