Hoppa yfir valmynd
6. mars 2025 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir veittir til frjálsra félagasamtaka vegna verkefna á sviði félags- og velferðarmála

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ásamt styrkþegum við úthlutunina í dag. - mynd

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti í dag styrki til félagasamtaka sem starfa á málefnasviði félags- og velferðarmála. Veittir voru 17 styrkir til reksturs og fjölbreyttra verkefna sem varða meðal annars málefni eldri borgara, málefni fatlaðs fólks, fátækt og félagslega einangrun. Auglýst var eftir umsóknum um styrki og var bæði hægt að sækja um verkefnastyrki og rekstrarstyrki.

• Yfirlit yfir styrkþega

Hefð hefur skapast fyrir því að valdir styrkþegar kynni verkefnin sem þeir hljóta styrk fyrir. Að þessu sinni kynnti Guðmundur Ingi Þóroddsson frá Afstöðu, félags fanga, starfsemi samtakanna en þau fagna 20 ára afmæli á þessu ári. 

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, ásamt styrkþegum við úthlutunina í dag.

Styrkþegar ásamt ráðherra.

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, flytur erindi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta