Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð
Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn.
Nýr formaður nefndarinnar verður Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Aðalmenn í nefndinni verða Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður, tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kristín Edwald, lögmaður, tilnefnd af Lögmannafélagi Íslands. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga Jónsdóttir, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.