Auglýst eftir umsóknum í Jafnréttissjóð Íslands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jafnréttissjóð Íslands á vefsvæði Rannís, umsóknarfrestur er til 10. apríl 2025, kl. 15:00.
Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Sjóðurinn starfar samkvæmt reglum um úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands nr. 277/2024
Fjölmörg verkefni og rannsóknir einstaklinga, félagasamtaka og stofnana hafa fengið úthlutun úr Jafnréttissjóði síðustu árin. Úthlutað er úr sjóðnum á tveggja ára fresti og árið 2025 hefur sjóðurinn 60. m.kr. til ráðstöfunar.
Næsta úthlutun úr sjóðnum verður 19. júní 2025.
Rannís fer með faglega umsjón sjóðsins og umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Nánar má kynna sér starfsemi og hlutverk sjóðsins á vefsvæði Jafnréttissjóðs Íslands