Átak í leit og nýtingu jarðhita
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að efnt verði til sérstaks átaks í leit og nýtingu jarðhita, sem kynnt verður fimmtudaginn 13. mars kl. 13.
Átakið beinist að leit og nýtingu jarðhita á svo nefndum köldum svæðum, þar sem húsnæði er hitað með rafmagni eða olíu. Í dag eru yfir 90% íslenskra heimila með aðgang að jarðhitaveitu, en þau 10% sem ekki hafa aðgang að jarðhitaveitu þurfa ýmist að hita heimili sín með rafmagni eða olíu.
Auk ráðherra taka til máls Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, og Vilhjálmur Hilmarsson, stjórnarformaður Loftslags- og orkusjóðs.
Hægt er að fylgjast með kynningu í streymi á vef Stjórnarráðsins.