Vigdísarverðlaunin: Opið fyrir tilnefningar
Frestur til að senda inn tilnefningar rennur út 28. mars næstkomandi.
Hægt er að tilnefna einstakling eða samtök sem stuðla að eða styðja með framúrskarandi hætti við valdeflingu kvenna; hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta.
Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í júní 2024 og komu þau í hlut grísku grasrótarsamtakanna Irida Women’s Center en auk þess fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Vigdísarverðlaunin voru stofnuð í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fór fram í Reykjavík í maí 2023.
Sjá nánar um Vigdísarverðlaunin og umsóknarferlið hér.