Breytingar á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands
Forseti Íslands hefur undirritað þrjá forsetaúrskurði vegna breytinga á skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem taka gildi á morgun, 15. mars. Með þessu fækkar ráðuneytum úr tólf í ellefu en menningar- og viðskiptaráðuneyti verður lagt niður. Þá breytast heiti þriggja ráðuneyta og málaflokkar flytjast milli ráðuneyta.
Skipan ráðuneyta og helstu breytingar á málefnasviðum:
Forsætisráðuneyti
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ – frá innviðaráðuneyti.
Atvinnuvegaráðuneyti (nýtt heiti á matvælaráðuneyti)
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Viðskipti, ferðamál og neytendamál – frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.
- Málefni iðnaðar – frá háskóla-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
Málefni sem flytjast frá ráðuneytinu:
- Skógrækt og landgræðsla – til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.
Dómsmálaráðuneyti
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Jafnréttismál, mannréttindi og mannréttindasamningar, að undanskildum Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
- Ábyrgð á móttökumiðstöð umsækjenda um alþjóðlega vernd – frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
- Málefni Þjóðskrár – frá innviðaráðuneyti.
Málefni sem flytjast frá ráðuneytinu:
- Áfengislög – til fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Félags- og húsnæðismálaráðuneyti (nýtt heiti á félags- og vinnumarkaðsráðuneyti)
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál – frá innviðaráðuneyti.
- Málefni aldraðra, að undanskilinni heilbrigðisþjónustu – frá heilbrigðisráðuneyti.
Málefni sem flytjast frá ráðuneytinu:
- Jafnréttismál, mannréttindi og mannréttindasamningar, að undanskildum Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – til dómsmálaráðuneytis.
- Ábyrgð á móttökumiðstöð umsækjenda um alþjóðlega vernd – til dómsmálaráðuneytis.
- Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs – til mennta- og barnamálaráðuneytis.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Áfengislög – frá dómsmálaráðuneyti.
Heilbrigðisráðuneyti
Málefni sem flytjast frá ráðuneytinu:
- Málefni aldraðra, að undanskilinni heilbrigðisþjónustu – til félags- og húsnæðismálaráðuneytis.
Innviðaráðuneyti
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Fjarskipti – frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.
Málefni sem flytjast frá ráðuneytinu:
- Húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál – til félags- og húsnæðismálaráðuneytis.
- Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ – til forsætisráðuneytis.
- Málefni Þjóðskrár – til dómsmálaráðuneytis.
Horfið var frá fyrirhuguðum breytingum á heiti ráðuneytisins í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Heiti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verður því aftur innviðaráðherra.
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti (nýtt heiti á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti)
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Fjölmiðlar, höfundaréttur, safnamál, íslenska, listir og menning – frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Málefni sem flytjast frá ráðuneytinu:
- Fjarskipti – til innviðaráðuneytis.
- Málefni iðnaðar – til atvinnuvegaráðuneytis.
Mennta- og barnamálaráðuneyti
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Framhaldsfræðsla og Fræðslusjóður – frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Umhverfis-, orku- og loftsráðuneyti
Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:
- Skógrækt og landgræðsla – frá matvælaráðuneyti.
Utanríkisráðuneyti
Engar efnislegar breytingar verða á málaflokkum utanríkiráðuneytisins en þó skerpt á því að ráðuneytið fari með gerð fiskveiðisamninga við erlend ríki. Áður hefur verið greint frá flutningi netöryggissveitar CERT-IS til ráðuneytisins frá Fjarskiptastofu.
Forsetaúrskurður um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti
Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands