Hoppa yfir valmynd
15. mars 2025 Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið tekur til starfa

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. - mynd

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið tekur formlega til starfa í dag samkvæmtforsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands

Undir ráðuneytið færast húsnæðis- og skipulagsmál, auk mannvirkjamála. Þá flytjast málefni aldraðra, að undanskilinni heilbrigðisþjónustu, til ráðuneytisins. Uppbygging hjúkrunarheimila verður til að mynda á hendi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, skipulag, áætlanagerð,  samningar um framkvæmdir og allt þar að lútandi. Dvalarrými sem hafa verið á ábyrgð heilbrigðisráðuneytisins og þjónusta þeim tengd flyst einnig til félags- og húsnæðismálaráðherra og sömuleiðis ábyrgð á almennum dagvalarrýmum og þjónustu þeirra.

Samkvæmt forsetaúrskurðinum færast málaflokkar einnig frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Í heild sinni eru breytingarnar eftirfarandi:

Málefni sem flytjast til ráðuneytisins:

  • Húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál – frá innviðaráðuneyti.

  • Málefni aldraðra, að undanskilinni heilbrigðisþjónustu – frá heilbrigðisráðuneyti.

Málefni sem flytjast frá ráðuneytinu:

  • Jafnréttismál, mannréttindi og mannréttindasamningar, að undanskildum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – til dómsmálaráðuneytis.

  • Ábyrgð á móttökumiðstöð umsækjenda um alþjóðlega vernd – til dómsmálaráðuneytis.

  • Framhaldsfræðsla og málefni Fræðslusjóðs – til mennta- og barnamálaráðuneytis.

Inga Sæland er félags- og húsnæðismálaráðherra og ráðuneytisstjóri er Ásdís Halla Bragadóttir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta