Hoppa yfir valmynd
17. mars 2025 Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Stjórn Tryggingastofnunar aflögð

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að leggja niður stjórn Tryggingastofnunar.

Stjórnir stofnana sem heyra beint undir ráðherra þykja almennt hafa óljósa stöðu og hlutverk og bent hefur verið á að hætta sé á óljósum ábyrgðarskilum stjórnar og forstöðumanns. Í stjórnsýsluúttektum Ríkisendurskoðunar á stofnunum sem heyra undir yfirstjórn ráðherra hafa reglulega komið fram athugasemdir við skipan slíkra stjórna þar sem stjórnskipuleg staða þeirra sé oft ekki nógu skýr.

Tryggingastofnunin hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun seinustu stjórnar rann út í nóvember sl. eða við lok síðasta kjörtímabils. Millibilsástand hefur þó ekki skapast þar sem yfirstjórnarhlutverk ráðherra og ráðuneytis hennar er skýrt lögum samkvæmt.

Stjórn Tryggingastofnunar verður formlega lögð niður með lagabreytingu á Alþingi nú í vor. Þetta gefur færi á því að hagræða í rekstri Tryggingastofnunar og gæti hagræðingin numið á bilinu 10-12 m.kr. á ársgrundvelli. Lagabreytingin verður hluti af frumvarpi ráðherra til breytingar á lögum um almannatryggingar og fleiri lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta