Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, tók þátt í hringborðsumræðum á vegum Business France þann 14. mars sl. sem tileinkað var Norðurlöndunum. Um 200 fulltrúar norrænna og franskra fyrirtækja tóku þátt í umræðum um endurnýjanlega orku og kolefnislosun, Evrópu- og varnarmál, bláa hagkerfið, erlendar fjárfestingar, aðfangakeðjur ofl.