Opið fyrir umsóknir í Örvar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Örvar sem eru styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Málefni ráðuneytisins eru fjölbreytt en miða öll að því að efla hugvit, skapandi hugsun og þekkingu í menningu, nýsköpun og háskólastarfi til framtíðar.
Úthlutað er úr Örvari þrisvar sinnum á ári og er stefnt að fyrstu úthlutun í apríl nk. Opið er fyrir umsóknir allt árið og skulu þær berast rafrænt. Hámarksupphæð styrks sem hvert verkefni getur hlotið er 1,5 m.kr. Allar nánari upplýsingar um Örvar má nálgast hér.
Málaflokkar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins
- Menning og listir
- Háskólar
- Hugverkaréttindi á sviði iðnaðar
- Nýsköpun, tækniþróun og stuðningsumhverfi atvinnulífs
- Rannsóknir og vísindi
- Gervigreind
- Fjölmiðlar
- Höfundaréttur
- Íslensk tunga og táknmál