Vordagur Gott að eldast, miðvikudaginn 2. apríl
Samþætt þjónusta, stafvæðing þjónustu við eldra fólk, lágmarksskráning þjónustunnar, ávinningur og áskoranir við samþættingu þjónustu og margt fleira verður á dagskrá Vordags Gott að eldast sem haldinn verður á Nauthól í Reykjavík 2. apríl 2025. Húsið opnar kl. 09.00 með morgunhressingu og kl. 9.30 hefst formleg dagskrá sem stendur til kl. 15.30.