Hoppa yfir valmynd
21. mars 2025 Dómsmálaráðuneytið

Jafnréttis- og mannréttindaskrifstofa flyst til dómsmálaráðuneytis

Starfsfólk skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála ásamt dómsmálaráðherra, frá vinstri:  Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Rán Ingvarsdóttir, Sunna Diðriksdóttir og Elísabet Gísladóttir. - myndJB

Málefni jafnréttis- og mannréttindamála hafa nú verið flutt til dómsmálaráðuneytisins frá félagsmálaráðuneytinu. Flutningurinn kemur í kjölfar forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, sem tók gildi 15. mars síðastliðinn.

„Ég sóttist sérstaklega eftir því að að fá jafnréttis- og mannréttindamálin til dómsmálaráðuneytisins. Ísland er fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnréttismálum. Hins vegar er ofbeldi gegn konum svartur blettur á samfélagi okkar og ég hyggst taka á því með ýmsum aðgerðum, svo sem endurskoðun á lögum og framkvæmd um nálgunarbanni. Með samvinnu jafnréttisskrifstofunnar og þeirrar miklu þekkingar sem fyrir er í dómsmálaráðuneytinu hef ég fulla trú á að við getum náð góðum árangri,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála. „Það er kominn tími til að dómsmálaráðherra setji jafnréttismál í forgang.“

Starfsfólk skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamál hefur nú flutt sig yfir til dómsmálaráðuneytisins, en Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifstofustjóri heldur áfram að leiða skrifstofuna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta