Aðgengisverðlaun ÖBÍ til Ísland.is
Verkefnið Fyrir Grindavík, á vegum Ísland.is, vann til aðgengisverðlauna Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) á Íslensku vefverðlaununum sem veitt voru á föstudag. Á vefnum Fyrir Grindavík eru ýmsar umsóknir aðgengilegar, allt frá umsókn viðbragðsaðila um aðgang að bænum til umsókna um kaup á íbúðarhúsnæði.
„ÖBÍ hefur unnið ötult starf við að vekja athygli á og tala fyrir aðgengi að stafrænum heimi. Það fyllir okkur stolti og þakklæti að fá viðurkenningu frá ÖBÍ fyrir Ísland.is fyrir Grindavík á SVEF verðlaunahátíðinni. Vefurinn var settur upp á mettíma fyrir Grindvíkinga þegar jarðhræringar hófust og er vettvangur til upplýsingamiðlunar,“ segir Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands.
Verkefni Ísland.is hlutu sömuleiðis tilnefningu í eftirfarandi flokkum:
- Ísland.is appið í flokknum App ársins
- Ísland.is í flokknum Opinber vefur ársins
- Ísland.is í flokknum Efnis- og fréttaveita ársins
- Stafrænt pósthólf í flokknum Opinber vefur ársins
- Stafrænt pósthólf í flokknum Tækninýting ársins
- Fyrir Grindavík sem Samfélagsvefur ársins
- Stafræn umsókn um fæðingarorlof sem Stafæn lausn ársins
70 vefir, eða stafrænar lausnir, í 14 flokkum voru tilnefnd til verðlaunanna í ár. Fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vef- og tækniiðnaðurinn á Íslandi kemur að.
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi en það er SVEF sem stendur fyrir verðlaununum. Íslensku vefverðlaunin voru veitt í 24. skipti
Nánari upplýsingar um SVEF og íslensku vefverðlaunin er að finna á vefsíðu SVEF.
Nánari upplýsingar um tilnefningarnar má finna á visir.is.