Hoppa yfir valmynd
27. mars 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Hanna Katrín heldur opna fundi með Bændasamtökunum á landsbyggðinni

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. - mynd

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mun ásamt Bændasamtökum Íslands halda fundaröð á landsbyggðinni 7.-9. apríl. Tilgangur fundaraðarinnar er að bjóða bændum til samtals um áskoranir og lausnir í landbúnaði.

„Áskoranir eru margar í landbúnaði í dag, ekki einungis á Íslandi heldur einnig í því alþjóðasamfélagi sem við tilheyrum“ segir atvinnuvegaráðherra. „Til að finna megi raunhæfar lausnir er nauðsynlegt að eiga samtal við bændur úr öllum búgreinum á landsvísu og fræðast um þeirra stöðu.“
Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi tímum og fundarstöðum:

7. apríl
  • kl. 10:00 - Félagsheimilinu Félagslundi, Flóahreppi
  • kl. 20:00 - Félagsheimilinu Holti á Mýrum
8. apríl
  • kl. 12:00 - Barnaskólanum á Eiðum
  • kl. 20:00 - Félagsheimilinu Breiðamýri á Þingeyjarsveit
9. apríl
  • kl. 10:00 - Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Akureyri
  • kl. 14:30 - Félagsheimilinu Blönduósi
  • kl. 20:00 - Hótel Hamar, Borgarnesi

Fundir í Reykjavík og á Vestfjörðum verða auglýstir síðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta