Hoppa yfir valmynd
28. mars 2025

Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum

Sýning Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur í embættisbústaðnum í París - myndVera Pálsdóttir

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, opnaði sýningu á verkum listakonunnar Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur í embættisbústaðnum í París þriðjudaginn 25. mars sl. Sýningin er haldin í samstarfi við gallerí Irène Laub í Brussel þar sem Guðný Rósa hefur búið og starfað í fjölmörg ár.

Guðný Rósa hefur á sínum ferli unnið með fjölbreytta miðla en helsti efniviður hennar á sýningunni í embættisbústaðnum í París eru hinar ýmsu tegundir pappírs. Hún fær innblástur úr eigin reynslu og umhverfi og verk hennar einkennast af nákvæmni og einlægni.

Guðný Rósa stundaði nám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi frá L‘Ensav La Cambre í Brussel og í HISK í Antwerpen. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víðsvegar í Evrópu og á Íslandi og var valin til þess að halda yfirlitssýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum árið 2021.

Sýning Guðnýjar Rósu í embættisbústaðnum stendur til 7. apríl 2025.

Fleiri verk listakonunnar eru sýnd í París um þessar mundir en sérstakur fókus er á verkum hennar á sýningunni Drawing Now 2025 sem opnaði í París í vikunni.

Ljósmyndir: Vera Pálsdóttir

  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 1
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 2
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 3
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 4
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 5
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 6
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 7
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 8
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 9
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 10
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 11
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 12
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 13
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 14
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 15
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 16
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 17
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 18
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 19
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 20
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 21
  • Vel heppnuð sýningaropnun í embættisbústaðnum - mynd úr myndasafni númer 22

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta