Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2025
Fyrsti fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2025 fór fram mánudaginn 31. mars.
Á fundinum var farið yfir stöðu, horfur og helstu áhættuþætti í fjármála- og hagkerfinu. Til umræðu var m.a. aukin óvissa á alþjóðavettvangi. Óbreytt er að innlenda fjármálakerfið stendur á traustum fótum og eiginfjár- og lausafjárstaða er sterk.
Sérstök umfjöllunarefni voru viðnámsþróttur greiðslumiðlunar, lánþegaskilyrði á húsnæðismarkaði, löng óverðtryggð lán til íbúðarkaupa og staða gjaldeyrisforða eftir uppgjör ÍL-sjóðs.
Á fundinum var gerð grein fyrir störfum skilavalds.