Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur
Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 27 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 23.
Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum Afurð sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur niðurstaða markaðarins nú fyrir.
Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 411 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 250 kr./ltr.
- Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 23.
- Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 27.
- Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði var 3.
- Fjöldi sölutilboða yfir jafnvægisverði var 5.
- Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.132.969 lítrar.
- Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 928.000 lítrar
- Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 839.986 lítrar að andvirði 209.996.500,- kr.
- Seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra eru 18 talsins og selja 100% af sínu framboðna magni.
- Kaupendur með tilboð á jafnvægisverði eða hærra eru 24 talsins og fá 96% af eftirspurðu magni í sinn hlut.
Sala greiðslumarks fer nú fram samkvæmt gildum tilboðum. Atvinnuvegaráðuneytið mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.