Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2025 Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkratryggðir greiða 500 kr. fyrir röntgenmynd af brjóstum vegna krabbameinsleitar

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra - mynd

Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra sem kveður á um 500 kr. gjald sjúkratryggðra fyrir röntgenmyndatöku (mammography) af brjóstum vegna krabbameinsleitar tók gildi í dag. Gildir þá einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, s.s. vegna BRCA arfgerðar.

Síðastliðið haust var gjald fyrir lýðgrundaða skimun fyrir krabbameini í brjóstum lækkað úr rúmum 6.000 kr. í 500 kr. til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Brakkasamtökin höfðu ítrekað gagnrýnt að konur í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbameini vegna BRCA arfgerðar þyrftu að græða mun hærra gjald og bentu m.a. á að um sams konar myndatöku væri að ræða, sama tækjabúnað og sömu þjónustu.

Heilbrigðisráðherra lét ráðast í athugun á framkomnum sjónarmiðum og hvort efni stæði til að breyta reglugerð hvað þetta varðaði og varð niðurstaðan sú að réttmætt og sanngjarnt væri að breyta reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu þannig að sjúkratryggðir greiði 500 kr. fyrir röntgenmynd af brjóstum vegna krabbameinsleitar, óháð því hvort um lýðgrundaða skimun sé að ræða eða ekki og óháð fjölda skipta. Aldraðir og öryrkjar greiða ekkert gjald.

Reglugerðarbreytingin tók gildi í dag. 1. apríl.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta