Skipað að nýju í Grindavíkurnefnd
Skipað hefur verið að nýju í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ. Árni Þór Sigurðsson sendiherra gegnir áfram formennsku í nefndinni en Jóhanna Lilja Birgisdóttir, forstöðumaður fyrir þjónustuteymi Grindvíkinga, og Skarphéðinn Berg Steinarsson, ráðgjafi í atvinnuteymi Grindavíkurbæjar, koma ný inn í nefndina.
Grindavíkurnefnd fluttist undir málefnasvið forsætisráðuneytisins frá innviðaráðuneytinu 15. mars sl. Nefndin tók til starfa í júní 2024 en hlutverk hennar er að fara með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkur.