Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2025 Menningar-٫ nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Skrifstofa alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndarinnar áfram á Akureyri

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur samþykkt að framlengja starfsemi skrifstofu Norðurskautsvísindanefndarinnar (IASC) á Akureyri út árið 2031 en skrifstofan hefur verið staðsett á Akureyri síðan árið 2017. Skrifstofa IASC er rekin sem hluti af starfsemi Rannís og hefur aðsetur á lóð Háskólans á Akureyri ásamt fleiri stofnunum sem sérhæfa sig í málum norðurslóða og mynda öflugt norðurslóðasamfélag. Aðild að nefndinni eiga vísinda- og rannsóknastofnanir frá 24 ríkjum, og er Rannís aðili að nefndinni fyrir Íslands hönd.

Málefni norðurslóða eru sífellt mikilvægari í alþjóðamálum og það er sérstaklega mikilvægt fyrir Ísland að hafa skrifstofu nefndarinnar hér á landi. Nefndin leiðir saman rannsóknastofnanir og samtök frá fjölmörgum löndum og er mikilvægur vettvangur fyrir rannsóknir og vöktun á norðurslóðum, í alþjóðlegu samstarfi. Íslenskt vísindafólk tekur virkan þátt í starfi vinnuhópa sem starfa undir nefndinni og hefur starfið leitt af sér mikilvæga tengslamyndun í gegnum ráðstefnur á vegum nefndarinnar og alþjóðlegar vísindagreinar ásamt rannsóknaverkefnum á norðurslóðum.

Mikil ánægja hefur verið með starfsemi skrifstofunnar á Akureyri og því gleðiefni að hún verði þar áfram.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta