Milliliðalaust samtal við bændur á landsbyggðinni
Fundaröð atvinnuvegaráðherra og Bændasamtakanna hélt áfram með fundum sem voru haldnir í Barnaskólanum á Eiðum og félagsheimilinu Breiðamýri í Þingeyjarsveit. Fundaröðin stendur frá 7.-9. apríl og eru sjö fundir haldnir á landsbyggðinni.
Frá fundinum í félagsheimilinu Breiðamýri í Þingeyjarsveit.
„Það hefur verið afar ánægjulegt að fá tækifæri til að eiga milliliðalaust samtal við bændur“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. „Það er mikilvægt að bændur fái tækifæri að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.“
Frá fundinum í barnaskólanum á Eiðum.
Á fundunum hafa bændur deilt sínum skoðunum og áhyggjum um stöðu landbúnaðar. Meðal þess sem bændur vilja að nánar sé skoðað eru málefni afurðastöðva, raforkuverð, framtíð stuðningskerfis og einföldun kerfisins. Afkoma bænda og framtíðarmöguleikar eru stéttinni einnig hugleikin auk loftslagsmála.
„Það sem fundargestir hafa lagt til umræðunnar mun nýtast í þeirri vinnu sem framundan er í mínu ráðuneyti segir ráðherra, að auki mun hluti fundargesta taka þátt í rafrænum umræðuhópum í rannsókn sem unnin verður á vegum ráðuneytsisins. Einnig hefur verið dýrmætt að geta kynnst búrekstri ólíkra greina með því að heimsækja bændur líkt og hjónin Benedikt Arnórssyni og Guðrún Agnarsdóttur sem vinna skipulega að því að synir þeirra taki við búrekstrinum á Hofteigi á Jökuldal og tryggja þannig nýliðun í stéttinni.“
Atvinnuvegaráðherra ásamt bændum á Hofteigi í á Jökuldal, þeim Benedikt Arnórssyni og Guðrúnu Agnarsdóttur ásamt sonum þeirra, Magnúsi Fannari Benediktssyni og Agnari Benediktssyni.Næstu fundir í fundaröðinni verða sem hér segir:
9. apríl
- kl. 10:00 - Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Akureyri
- kl. 14:30 - Félagsheimilinu Blönduósi
- kl. 20:00 - Hótel Hamar, Borgarnesi
Fundir í Reykjavík og á Vestfjörðum verða auglýstir síðar.