Afnám reglugerða á sviði fjarskipta kynnt í samráðsgátt
Innviðaráðuneytið kynnir nú í samráðsgátt stjórnvalda áform um einföldun regluverks á sviði fjarskipti en lagt er til að afnema sex reglugerðir sem teljast úreltar.
Fimm reglugerðir á sviði fjarskipta urðu óþarfar eftir gildistöku nýrra fjarskiptalaga árið 2022 (nr. 70/2022). Sú sjötta fjallar um fjarskiptasjóð (nr. 870/2014), nánar tiltekið um praktísk málefni hans, s.s. stjórn sjóðsins og verkefnisstjórn um framkvæmd fjarskiptaáætlunar. Sjóðurinn lauk starfsemi sinni þegar lög um fjarskiptasjóð (nr. 132/2005) féllu úr gildi í lok árs 2024.
Frestur til að senda inn umsögn um reglugerð um fjarskiptasjóðs er til og með 23. apríl en frestur um afnám fimm úreltra reglugerða er til og með 7. maí nk.