Samsköttun hjóna og sambúðarfólks - reiknivél
Eitt af markmiðum nýrrar ríkisstjórnar er að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Tillögur um þessi atriði munu m.a. koma fram í haust í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2026.
Ein af þessum breytingum er að fella niður ívilnandi reglu í lögum um tekjuskatt, um samsköttun hjóna og sambúðarfólks. Reglan sem kom fyrst til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2011 á við í þeim tilvikum þegar annar einstaklingurinn er í efsta tekjuskattsþrepi en hinn nær ekki á sama tíma að fullnýta miðþrepið. Reglan heimilar þannig tilfærslu á tekjum úr efsta þrepinu niður í miðþrep, en þó að ákveðnu hámarki. Eftirgjöf ríkissjóðs vegna þessarar reglu nam um 2,7 ma.kr. á tekjuárinu 2023. Millifæranlegur persónuafsláttur milli hjóna og sambúðarfólks fellur ekki undir fyrirhugaðar breytingar og verður heimill áfram með óbreyttu sniði.
Samkvæmt álagningargögnum Skattsins eru um 6% einstaklinga sem eiga kost á samsköttun. Ívilnunin nær því til lítils minnihluta þeirra sem eru á skattskrá, þar af eru það yfir 80% karlar sem nýta ónýtt miðþrep maka eða sambúðaraðila.
Á þessu ári þarf annar aðili í hjónabandi eða skráðri sambúð að hafa yfir 15.901.523 kr. í árstekjur eða 1.325.127 kr. í mánaðartekjur til þess að reglan um samnýtingu skattþrepa taki gildi.
Reiknivél
Til þess að sýna betur áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts hefur verið útbúin sérstök reiknivél. Þar er hægt að slá inn tekjur og sjá hver áhrifin verða miðað við núgildandi reglur.
Í töflunni hér að neðan eru birt nokkur dæmi með mismunandi tekjum þar sem samsköttun nýtist eða nýtist ekki samkvæmt gildandi kerfi:
Hjón/sambúð | Árstekjur | Mánaðartekjur | Eftirgjöf tekjuskatts vegna samnýtingar á ári/mánuði |
---|---|---|---|
Tekjur A |
10.000.000 kr. |
833.333 kr. |
0 kr. / 0kr. |
Tekjur B |
9.000.000 kr. |
750.000 kr. |
|
Tekjur A |
15.000.000 kr. |
1.250.000 kr. |
0 kr. / 0 kr. |
Tekjur B |
12.000.000 kr. |
1.000.000 kr. |
|
Tekjur A |
15.000.000 kr. |
1.250.000 kr. |
0 kr. / 0 kr. |
Tekjur B |
15.900.000 kr. |
1.325.000 kr. |
|
Tekjur A |
20.000.000 kr. |
1.666.667 kr. |
37.413 kr. / 3.118 kr. |
Tekjur B |
15.000.000 kr. |
1.250.000 kr. |
|
Tekjur A |
40.000.000 kr. |
3.333.333 kr. |
161.913 kr. / 13.493 kr. |
Tekjur B |
12.000.000 kr. |
1.000.000 kr. |
|
Tekjur A |
20.000.000 kr. |
1.666.667 kr. |
340.174 kr. / 28.348 |
Tekjur B |
- kr. |
- kr. |
|