Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Fjárfestingastuðningur í kornrækt 2025

Atvinnuvegaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í kornrækt.

Stuðningur er veittur til fjárfestinga í kornþurrkunarstöðvum vegna nýframkvæmda, stækkunar og endurbóta á stöðvum sem þegar eru í rekstri. Einnig fyrir sérhæfðar korngeymslur og sérhæfð flutningatæki fyrir korn.
Með umsókn þarf að fylgja:

  • Viðskiptaáætlun sem lýsir fyrirhugaðri starfsemi, staðsetningu hennar og umfangi. Fram komi upplýsingar um orkugjafa við starfsemina, afkastagetu og umfang kornræktar á starfssvæðinu. Einnig skal gera grein fyrir rekstrarfyrirkomulagi starfseminnar, s.s. hvort umsækjandi er eingöngu þjónustuaðili við kornþurrkun eða afurðastöð sem stundar sölustarfsemi eða viðskipti með korn.

  • Sundurliðuð kostnaðar- og framkvæmdaáætlun með tímasettri verkáætlun, unnin af fagaðila s.s. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verkfræðistofu eða öðrum sambærilegum aðila.

  • Samþykktar teikningar og byggingaleyfi ef um nýframkvæmdir er að ræða.

  • Umsækjendur geta verið einstaklingar eða félög sem stunda kornrækt eða söfnun, þurrkun og geymslu korns. Sækja má um á afurd.is en félög án búsnúmers geta sent tölvupóst á atrn@atrn þar sem fram kemur staðsetning fjárfestingar og starfsemi auk kennitölu umsækjanda.

Nánari upplýsingar um forgangsröðun, afgreiðslu og mat á umsóknum má nálgast í reglugerð um fjárfestingastuðning í kornrækt nr. 350/2024.

Umsóknarfrestur er til og með 12. maí nk.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta