Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

1300 milljónir í styrki vegna orkuskipta og tækni- og nýsköpunarverkefna á sviði loftslagsmála

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að auglýstir verði styrkir að upphæð 1.300 milljóna króna til almennra verkefna sem eru til þess fallin að  draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og gera Ísland óháðara jarðefnaeldsneyti.

Áherslur ráðherra fyrir almenna úthlutun sjóðsins árið 2025 skiptast í tvo meginflokka. Annars vegar er um að ræða verkefni sem skila skjótum og mælanlegum árangri í útfösun kolefnis og skiptist sá flokkur niður á innviði fyrir stærri tæki og áfyllingarstöðvar fyrir raf- og lífeldsneyti og hins vegar orkuskipti og orkusparnað í margvíslegum rekstri, orkuskipti á hafi og hringrásarverkefni. Hinn flokkurinn snýr að nýrri tækni og nýsköpunarverkefnum á sviði loftslagsmála.

Hlutverk Loftslags- og orkusjóðs, sem varð til með samruna Loftslagssjóðs og Orkusjóðs árið 2024, er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins, draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Sjóðurinn styður einnig við verkefni sem stuðla að orkuöryggi og samkeppnishæfni á sviði orkumála og orkutengdra verkefna. Jafnframt styður sjóðurinn við verkefni sem stuðla að nýsköpunar- og innviðaverkefnum á sviði loftslagsmála og verkefnum sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga, sem og innleiðingu hringrásarhagkerfis.

Sjóðurinn auglýsir þá önnur átaksverkefni með sérauglýsingum, eins og styrki til þungaflutninga eða stuðning við fræðslumál.

Nánari upplýsingar: 

Loftslags- og orkusjodur.is

Reglugerð um Loftslags- og orkusjóð

Staða og áskoranir í orkumálum

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Orkustefna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta